Skip to main content

Frétta frá Hróa

Við gerum okkar besta að setja reglulega inn áhugaverðar fréttir af Hróa Hetti

Fréttir
mars 14, 2024

1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns Sveinbjörn Sveinbjörnsson stjórnarmaður Hróa Hattar átti 60 ára stórafmæli 10 mars s.l. og mættu á annað hundrað manns í afmælið, sem haldið var í Golfskála GKG. Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns en hann afþakkaði allar gjafir og óskaði eftir…
Fréttir
desember 19, 2023

Stúka nr. 18 Ari fróði Afhenti styrk – kr. 350.000

Á myndinni tekur Sveinbjörn Sveinbjörnsson ( vinstri ) á móti styrknum sem Ingimar Ólafsson afhenti ( hægri ) Í dag afhenti stúka nr. 18, Ari fróði styrk upp á kr. 350.000 Við hjá Hróa Hetti þökkum kærlega fyrir styrkinn sem mun svo sannarlega koma sér vel.
Fréttir
desember 12, 2023

Kiwanisklúbburinn Sólborg styrkir HHB um kr. 250.000

Mánudaginn 12. Desember 2023 styrkti Kiwanisklúbburinn Sólborg Hróa hött myndarlega með greiðslu upp á kr. 250.000. Við kunnum þeim dömum hjá Sólborg bestu þakkir fyrir en það var Jón Trausti Snorrason, ritari HHB sem mætti og tók formlega við styrknum. Styrkurinn var veittur á Jólafundi Kiwanis klúbbsins og dýrindis matur…
Fréttir
desember 11, 2023

500.000 kr. styrkur frá Oddfellowstúku nr. 12 – Skúli fógeti

Á myndinni hér að ofan, talið frá vinstri: Þórarinn Gunnarsson, Yfirmeistari, Jón Trausti Snorrason, ritari Hróa Hattar og Ólafur Th. Ólafsson, Undirmeistari. Oddfellowstúkan Skúli fógeti styrkir Hróa Hött um kr. 500.000 Oddfellowstúkan nr.12 Skúli fógeti samþykkti á fundi s.l. sunnudag að veita Hróa hetti barnavinafélagi 500.000 króna styrk og er…
Fréttir
desember 6, 2023

Skoðannakönnun grunnskóla á Íslandi

Á hausmánuðum 2023 ákvað Hrói Höttur Barnavinafélag að gera skoðannakönnun Könnunin var gerð til að hjálpa okkur að skilja betur aðstöðu okkar skjólstæðinga sem og grunnskóla landsins og hvaða úrræða þeir hafa verið, og geta gripið til. Könnunin var send á alla skólastjóra og aðstoðarskólastjóra á landinu Skoðannakönnunin var send…
Fréttir
nóvember 3, 2023

Kr. 600.000 frá Kiwanisklúbbnum Höfða, bakhjarl HHB

Mynd: Hér er Jón K Sigurfinnsson að afhenda Jóni Trausta Snorrasyni, ritara Hróa Hattar, styrkinn góða. Kiwanisklúbburinn Höfði er bakhjarl Hróa Hattar og styrkir félagið nú um 600 þús kr. Í þetta sinn afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði, Hróa Hetti, formlega styrk upp á kr. 600.000.  Með þessum styrk, getum við áfram…
Fréttir
mars 28, 2023

3 Kiwanisklúbbarnir styrkja HHB með peningum

Kiwanisklúbbarnir Kaldbakur og Grímur höfðu samband við Hróa Hött á dögunum og buðust til að styrkja félagið með peninga styrkjum. Eins hafði Kiwanisklúbburinn Keilir samband og er búinn að tilkynna að þeir muni styrkja félagið um kr. 250.000 Þetta er ómetanlegt og þýðir að við getum hjálpað fleiri börnum í…
Fréttir
mars 22, 2023

Jörfi styrkir HHB um 500.000

Kiwanisklúbburinn Jörfi styrkir HHB um 500.000 Í dag styrkti Kiwanisklúbburinn Jörfi Hróa Hött Barnavinafélag og það var Sigríður Jónsdóttir, formaður HHB sem fékk heiðurinn af því að taka á móti styrknum góða. Á fundinum hélt Sigríður stutta kynningu á starfsemi Hróa Hattar Barnavinafélags en um 60 manns voru mættir á…
Fréttir
febrúar 14, 2023

Kiwanisklúbburinn Sólborg bauð Hróa Hetti í heimsókn

Á myndinni eru Sigríður Rut Jónsdóttir, formaður Hróa Hattar og Þyrí Marta Baldursdóttir hjá Kiwanísklúbbnum Sólborg Hafnarfirði. þann 13. febrúar bauð Kiwanísklúbburinn Sólborg fulltrúa Hróa Hattar að halda kynningu á starfsemi félagsins. Eftir kynninguna spunnust góðar og fróðlegar umræður og komu fjölmargar spurningar bornar upp um hvernig Hrói Höttur starfar.…
Fréttir
janúar 20, 2023

500.000 kr. styrkur frá Kiwanisklúbbnum Höfði

Mynd: Hér er Brynjólfur Gíslason að afhenda Jóni Trausta Snorrasyni, ritara Hróa Hattar, styrkinn og forseti klúbbsins ( hægra meginn)  er Gestur Halldórsson. Kiwanisklúbburinn Höfði leggur enn og aftur lóð sín á vogarskálar Hróa Hattar Í afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði, Hróa Hetti, formlega styrk upp á kr. 500.000.  Með þessum styrk, getum…
Fréttir
janúar 2, 2023

Guðni Forseti býður HHB til Bessastaða 1. janúar 2023

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson 0g Eliza Reid bjóða formanni Hróa Hattar til Bessastaða í   nýársmóttöku sunnudaginn 1. janúar 2023. Sigríður Rut Jónsdóttir, formaður Hróa Hattar mætti auðvitað í móttökuna og þökkum við Guðna forseta og konu hans fyrir boðið góða.
Fréttir
desember 20, 2022

Oddfellow Stúka Ari Fróða styrkir Hróa Hött um 550.000

Enn og aftur kemur Ari Fróði til Hróa Hetti til bjargar Í dag kom Stúka Ara Fróða með gjöf sem um munar og styrkir Hróa Hött um Kr. 550.000 en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ari Fróði, sem er Oddfellow stúka nr. 18, hjálpar okkur að hjálpa börnum…
Fréttir
desember 19, 2022

Oddfellowstúkan Skúli fógeti styrkir Hróa Hött um 500.000

Á myndinni, talið frá vinstri: Ólafur Th. Ólafsson, Undirmeistari, Þórarinn Gunnarsson, Yfirmeistari. Sigríður Jónsdóttir Formaður Hróa Hattar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson Gjaldkeri Hróa Hattar og Jón Trausti Snorrason, ritari Hróa Hattar. Skúli fógeti gerir góðverk sem um munar í dag, 19. desember 2022 mættu tveir herramenn frá Oddfellowstúku nr. 12, sem ber…
Fréttir
nóvember 28, 2022

Kiwanisklúbburinn Jörfi tekur vel á móti HHB

Kiwanisklúbburinn Jörfi var heimsóttur Í dag var Kiwanisklúbburinn Jörfi heimsóttur af stjórnarmeðlim Hróa Hattar. Það var Jón Trausti Snorrason sem fékk heiðurinn af því að heimsækja herramenn Jöfra þar sem tekið var vel á móti honum og hélt Jón Trausti hélt stutta kynningu á starfsemi Hróa Hattar Barnavinafélags. Hrói Höttur…
Fréttir
nóvember 19, 2021

Kiwanisklúbburinn Höfði styrkir HHB

Í gær var það Kiwanisklúbburinn Höfði sem styrkti Hróa Hött Barnavinafélag um 500 þús og þökkum við hjá félaginu kærlega fyrir stuðninginn. Þessi peningastyrkur kemur á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu. Á myndinni eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Hróa hetti ásamt tveimur félögum frá…
Fréttir
september 7, 2021

Rafiðnaðarsambands Íslands styrkir HHB

Heil og sæl Við erum afskaplega glöð að geta styrkt fjölskyldur sem glíma við fjárhagslega erfiðleika því fátækt bitnar á börnunum. Börnin er framtíðin okkar og því erum við glöð að geta lagt okkar af mörkum þar sem aðstoðar er þörf. Bestu kveðjur, Sigrún Sigurðardóttir Skrifstofustjóri  Rafiðnaðarsambands Íslands
Fréttir
mars 4, 2021

Hrói Höttur 10 ára !

Barnavinafélagið Hrói Höttur er 10 ára! Nú eru 10 ár síðan Barnavinafélagið Hrói Höttur var stofnað af Sigríði, Sveinbirni og Jóni Trausta, en þau eru enn í dag einu starfsmenn og kjölfesta félagsins. Við héldum til að mynda, upp á áfangann með skemmtilegri heimsókn til Forseta Íslands. Guðni Forseti er verndari félagsins…
Fréttir
nóvember 4, 2020

Ari Fróði stúka í Oddfellow styrkti Hróa Hött

Á dögunum barst okkur óvæntur styrkur frá stúku í Oddfellow sem heitir Ari Fróði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.
Fréttir
október 28, 2020

Ilmolíulampar styrkja Hróa Hött Barnavinafélag

ILMOLÍULAMPAR Við hjá ILMOLÍULAMPAR ætlum að styrkja Hróa Hött Barnavinafélag VIÐ VILJUM SKORA Á ÖNNUR FYRIRTÆKI & EINSTAKLINGA að styrkja Hróa Hött Barnavinafélag Því ekkert barn á að líða skort á mat og öðrum nauðsynjum! - Hvað er Hrói Höttur Barnavinafélag? Öll vinna á vegum HHB er unnin af sjálfboðaliðum.…
Fréttir
september 3, 2020

Einstaklingur gefur veglegan styrk!

Á dögunum fengum við veglegan styrk frá góðhjörtuðum einstakling, sem styrkti félagið um kr. 300.000, og gerði hún það þannig að hún bað alla vini sína sem voru á leið í afmælið hennar að gefa peninga í HRÓA HÖTT í stað þess að gefa henni pakka. Við viljum fyrir hönd…
Fréttir
febrúar 27, 2020

Stór ávísun og styrkur með bros á vör

Í dag, 26. febrúar tókum við með bros á vör, á móti styrk frá duglegum dömum í Grafarvogi en þær stóðu einmitt fyrir góðgerðaviku í Grafarvogi. Margir lögðu hönd á plóginn og söfnuðust samtals Kr. 370.985 sem koma sér sannarlega vel og munu hjálpa mörgum börnum úr vanda. Við kunnum…
Fréttir
febrúar 4, 2020

Unglingar í Grafarvogi safna fyrir Hróa Hött

Okkur hjá Hróa Hetti, barst liðsauki á dögunum, alveg óvænt þegar unglingar í Grafarvogi stóðu fyrir viðburðum á góðgerðaviku í Grafarvogi. Börnin söfnuðu fé til styrktar Hróa Hetti og gáfu listamenn vinnu sína á Kaffihúsakvöldi sem haldið var. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir! Hér er mynd sem var tekin…
Fréttir
október 7, 2019

Barnaloppan í samstarf við HHB

Barnaloppan ( www.barnaloppan.is ) hefur boðist til að hjálpa Hróa Hetti og þannig þeim grunnskólabörnum, sem til okkar leita og vantar fatnað. Við erum auðvitað himinnlifandi yfir samstarfinu og þakklát fyrir að hafa svona öflugan bandamann. Hér eftir getum við þá vonandi sinnt enn betur aðstoð sem lýtur að fatnaði…
Fréttir
apríl 12, 2019

Nemendur í Ártúnsskóla styrkja HHB

Nemendur í 7. bekk GEÓ, tóku það upp á sitt einsdæmi að gefa Hróa Hetti Barnavinafélagi allan ágóða sem safnaðist vegna Menningarvöku sem haldin var í skólanum. Hrói Höttur þakkar 7. GEÓ, innilega fyrir styrkinn sem mun klárlega koma að góðum notum fyrir börnin okkar allra 🙂 Hér eru myndir…
Fréttir
nóvember 16, 2018

70 grunnskólar í samstarfi við Hróa Hött

Í dag bættist skóli nr. 70 ( Hríseyjarskóli ) í vinahóp Hróa Hattar Við hjá Hróa Hetti erum stolt og glöð að geta hjálpað svona mörgum grunnskólabörnum með helstu grunnþarfir og bjóðum alla aðra grunnskóla landsins velkomna, eina sem þú þarft að gera er að senda okkur tölvupóst og segja…
Fréttir
mars 29, 2017

Forseti Íslands er verndari Hróa

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur samþykkt að vera verndari Hróa Hattar. Það sem þetta þýðir fyrir okkur sem lítið félag sem byggir 100% á sjálfboðavinnu, er að við höfum nú hauk í horni og þetta mun gefa félaginu og vinnu þess meira vægi, meiri alvöru og segir að starf…
Fréttir
mars 8, 2017

Forseti Íslands hittir Hróa Hött

Í dag lögðum við hjá Hróa Hetti leið okkar til Forseta Íslands. Markmiðið var að kynna félagið fyrir Forsetanum og ræða ýmsar hugmyndir og lausnir er gætu hjálpað félaginu til að vaxa og dafna. Fundurinn var léttur og góður og aldrei að vita nema framhald verði á viðræðum, enda málefnið…
Fréttir
júní 20, 2016

Alheims Auður styrkir Hróa Hött

Í dag styrkti sjóður Alheims Auður, Hróa Hött um 1 Milljón sem munu renna beint í styrktarsjóð HHB. Við hjá Hróa Hetti, þökkum Alheims Auði innilega fyrir styrkinn og hann mun koma sér vel því aldrei hefur verið leitað til okkar eins og nú. --- Fréttatilkynning Úthlutun úr samfélagssjóðum Virðingar…
Fréttir
nóvember 4, 2015

Rúmar 4,4 milljónir söfnuðust

Á dögunum veittum Dominos Pizza, barnavinafélaginu Hróa Hetti andvirði af allri sölu, vegna Góðgerðarpizzunni sem var til sölu byrjun október. Hátt í 3.000 góðgerðarpizzur seldust og alls söfnuðust rúmar 4,4 milljónir kr. sem runnu óskipt til Hróa Hattar. Við viljum þakka Dominos fyrir frábært framtak og öllum þeim sem keyptu Góðgerðarpizzuna.  
Fréttir
október 5, 2015

Góðgerðarpizza Domino’s og Hrefnu Sætran

Góðgerðarpizza Domino's og Hrefnu Sætran verður á matseðlinum aðeins þessa viku, frá mánudegi til föstudags. Öll salan rennur óskipt til Hróa Hattar Barnavinafélags. Góðgerðarpizzan er einstaklega ljúffeng með hakki, cheddarosti, rauðlauki, lauki, sveppum og óreganó, toppuð með reyktri chili-bearnaise-sósu að hætti Hrefnu. Fáðu þér Góðgerðarpizzu og styrktu um leið gott…
Fréttir
september 29, 2015

Kynning á HHB í Fréttablaðinu

Í miðjum September 2015 var haft samband við HHB af Fréttablaðinu, sem óskaði eftir að fá að kynna félagið í blaðinu. HHB Samþykkti þetta og var þetta fyrsta opinbera kynning á HHB frá upphafi, og óhætt er að segja að þessi kynning hafi haft mikil áhrif því við í stórn…
Fréttir
mars 10, 2015

161 kynningar sendar

HHB Sendi í dag fyrirspurn á um 161 skólastjóra og aðstoðarskólastjóra höfuðborgarinnar. Efni fyrirspurnarinnar var kynning á starfsemi HHB og spurningar um hvort viðkomandi teldi að það væri þörf á HHB aðstoð í skólanum. Óhætt er að segja að svörin og móttökurnar eru framar vonum og greinilega mikil þörf í grunnskólum…
Fréttir
janúar 6, 2015

Kennarasamband Íslands og HHB

Mikil aukning hefur orðið, undanfarnar vikur, í fyrirspurnum til HHB. Við fögnum þessu og það má líklegast rekja þessi fjölgun til þess að HHB fékk á dögunum KÍ ( Kennarasamband Íslands ) til að senda tölvupóst á alla kennara og námsráðgjafa landsins, sem eru rúmlega 3.600 manns.
Fréttir
september 29, 2014

Heimsóttum 2 stóra grunnskóla

Stjórn HHB Heimsótti á dögunum 2 stóra grunnskóla í Reykjavík og var okkur vel tekið. Annar skólinn hefur verið að nýta sér aðstoð HHB síðustu 3 árin og hinn skólinn var að bætast við í hóp grunnskóla sem nýta sér HHB. Það sem kom í ljós í heimsókn "nýja" grunnskólanns,…