Skip to main content
Fréttir

Hrói Höttur 10 ára !

By mars 4, 2021No Comments

Barnavinafélagið Hrói Höttur er 10 ára!

Nú eru 10 ár síðan Barnavinafélagið Hrói Höttur var stofnað af Sigríði, Sveinbirni og Jóni Trausta, en þau eru enn í dag einu starfsmenn og kjölfesta félagsins.

Við héldum til að mynda, upp á áfangann með skemmtilegri heimsókn til Forseta Íslands. Guðni Forseti er verndari félagsins og það skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugann talsmann og finna stuðninginn.

Á fundinum var margt rætt fyrir utan Covid 19, jarðskjálfta og mögulega eldgos, við ræddum þörfina fyrir félagið og hvernig umsóknum um styrki heldur áfram að fjölga. Í dag er HHB í samstarfi við 89 grunnskóla á Íslandi og höfum við útdeilt meira en 1500 styrkjum síðan félagið var stofnað, 2011.

Fundurinn var léttur og góður og ákveðið að halda áfram góðu sambandi og halda áfram að gera góða hluti fyrir samfélagið.

Við þökkum Guðna Forseta kærlega fyrir hlýjar og góðar móttökur

Hér er linkur á frétt heimasíðu Forseta Íslands