Skip to main content

Um félagið

Hvað er „Hrói Höttur Barnavinafélag“ og hvernig varð félagið til?

Hrói Höttur Barnavinafélag eru félagasamtök fólks sem er umhugað um velferð grunnskólabarna og var félagið var stofnað í janúar 2011 af þremur vinum Sjá stjórn HHB

Markmið félagsins var frá upphafi og er enn, að styðja fjárhagslega við bakið á þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt og hafa ekki sömu lífsgæði og bekkjasystkyni þeirra.

100% af því sem safnast fer alltaf beint og óskert til barnanna

2011

Hvenær byrjaði Hrói Höttur?

ÁRIÐ VAR 2011

Við erum ákaflega stolt af því að hafa getað, með góðra vina aðstoð, stutt fjárhagslega við bakið á fjölda barna í grunnskólum landsins síðan 2011

Hver er þörfin?

Sum skólabörn …

 • …mæta aldrei með nesti í skólann
 • …fá ekki afgreiðslu í skólamötuneyti vegna ógreiddra reikninga
 • …eiga ekki úlpu, vettlinga, kuldaskó eða jafnvel skólabækur
 • …fá ekki að vera í heilsdagsskóla

Nafnaleynd

Persónuvernd barna

 • Við pössum alltaf upp á 100% fulla nafnleynd
 • Félagið sækist ekki eftir upplýsingum um hverjir hljóta aðstoð
 • Stefna félagsins er að vinna með skólunum þannig að beiðni um aðstoð komi alltaf frá kennara eða skólastjóra og að allar beiðnir séu nafnlausar

Forseti Íslands

Guðni forseti verndar Hróa Hött

 • Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari Hróa Hattar og er það  mjög mikilvægt fyrir lítið góðgerðarfélag sem byggir 100% á sjálfboðavinnu.
 • Að hafa Forseta Íslands sem verndara félagsins er fyrst og fremst viðurkenning á að starfsemin sé unnin af heilhug og fagmennsku.
 • Við þökkum Guðna Forseta fyrir hans framlag og stuðning!

Hvernig getur þú hjálpað?

Vertu vinur Hróa!

 • Á árinu 2021 voru sett lög um Almannaheillafélög.  Hrói höttur, barnafélag er nú á lista hjá Skattinum sem Almannaheillafélag.
 • Fyrirtæki geta styrkt slík félög um 1,5% af veltu og dregið það frá sínum tekjum.
 • Einstaklingar geta styrkt þessi félög og fá það til frádráttar launatekjum.  Framkvæmdin er þannig að almannaheillafélög halda til haga inngreiddum styrkjum og skrá það hjá Skattinum eftir árið og það kemur forskráð á skattframtal.
Styrkja félagið