Skip to main content
Fréttir

Einstaklingur gefur veglegan styrk!

By september 3, 2020No Comments

Á dögunum fengum við veglegan styrk frá góðhjörtuðum einstakling, sem styrkti félagið um kr. 300.000, og gerði hún það þannig að hún bað alla vini sína sem voru á leið í afmælið hennar að gefa peninga í HRÓA HÖTT í stað þess að gefa henni pakka.

Við viljum fyrir hönd HHB þakka þér kærlega fyrir stuðninginn og góðan hug í okkar garð ( þú veist hver þú ert 🙂
Þetta kemur sér svo sannarlega vel fyrir félagið og hjálpar okkur enn frekar við að aðstoða börnin!

kær kveðja,
Stjórnin