Fréttir

Einstaklingur gefur veglegan styrk!

By September 3, 2020 No Comments

Á dögunum fengum við veglegan styrk frá góðhjörtuðum einstakling, sem styrkti félagið um kr. 300.000, og gerði hún það þannig að hún bað alla vini sína sem voru á leið í afmælið hennar að gefa peninga í HRÓA HÖTT í stað þess að gefa henni pakka.

Við viljum fyrir hönd HHB þakka þér kærlega fyrir stuðninginn og góðan hug í okkar garð ( þú veist hver þú ert 🙂
Þetta kemur sér svo sannarlega vel fyrir félagið og hjálpar okkur enn frekar við að aðstoða börnin!

kær kveðja,
Stjórnin


Hver var Hrói Höttur?

Hrói Höttur var útlagi sem tók peninga frá ríka fólkinu og gaf þeim sem minna máttu sín og voru fátækir.

HRÓI HÖTTUR BARNAVINAFÉLAG