Kynning ykkar í Rimaskóla á sama tíma fyrir ári risti djúpt í hugum okkar sem störfum í grunnskóla, þá í nálægð jólanna. Ekki flókin hugmynd, einlæg og sannfærandi. Skólinn fékk síðan fljóta og góða afgreiðslu þegar á reyndi enda treysti ég skólum til að reyna á ykkar hjálp af sanngirni…
Í gær var það Kiwanisklúbburinn Höfði sem styrkti Hróa Hött Barnavinafélag um 500 þús og þökkum við hjá félaginu kærlega fyrir stuðninginn. Þessi peningastyrkur kemur á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu. Á myndinni eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Hróa hetti ásamt tveimur félögum frá…
Heil og sæl Við erum afskaplega glöð að geta styrkt fjölskyldur sem glíma við fjárhagslega erfiðleika því fátækt bitnar á börnunum. Börnin er framtíðin okkar og því erum við glöð að geta lagt okkar af mörkum þar sem aðstoðar er þörf. Bestu kveðjur, Sigrún Sigurðardóttir Skrifstofustjóri Rafiðnaðarsambands Íslands
Barnavinafélagið Hrói Höttur er 10 ára! Nú eru 10 ár síðan Barnavinafélagið Hrói Höttur var stofnað af Sigríði, Sveinbirni og Jóni Trausta, en þau eru enn í dag einu starfsmenn og kjölfesta félagsins. Við héldum til að mynda, upp á áfangann með skemmtilegri heimsókn til Forseta Íslands. Guðni Forseti er verndari félagsins…
Á dögunum barst okkur óvæntur styrkur frá stúku í Oddfellow sem heitir Ari Fróði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.
ILMOLÍULAMPAR Við hjá ILMOLÍULAMPAR ætlum að styrkja Hróa Hött Barnavinafélag VIÐ VILJUM SKORA Á ÖNNUR FYRIRTÆKI & EINSTAKLINGA að styrkja Hróa Hött Barnavinafélag Því ekkert barn á að líða skort á mat og öðrum nauðsynjum! – Hvað er Hrói Höttur Barnavinafélag? Öll vinna á vegum HHB er unnin af sjálfboðaliðum….