Sæll kæri Hrói höttur, Nú spyrjumst við fyrir um aðstoð vegna 9 ára gamallar kínverskar stúlku sem er nemandi hér í skólanum okkar. Hún kom til landsins í apríl til móður og stjúpa. Stuttu eftir komuna lést stjúpinn og nú býr móðir hennar með hana inni á systur sinni. Hvað…
Ég er kennari í grunnskóla í Kópavogi, ég var að láta nemanda minn fá númer frá Skólamat því þið borguðuð áskriftina fyrir hana. Hún brosti allan hringinn, ljómaði öll, hún var svo glöð að fá númer til að stimpla inn eins og hinir krakkarnir. Ég hef verið að sækja mat…
Nemendur okkar hafa átt hauk í horni þar sem þið eruð. Um leið og við þökkum þann stuðning vonumst við til áframhaldandi góðu samstarfi. Með bestu kveðjum, Hreiðar Sigtryggsson Skólastjóri Langholtsskóla
Kynning ykkar í Rimaskóla á sama tíma fyrir ári risti djúpt í hugum okkar sem störfum í grunnskóla, þá í nálægð jólanna. Ekki flókin hugmynd, einlæg og sannfærandi. Skólinn fékk síðan fljóta og góða afgreiðslu þegar á reyndi enda treysti ég skólum til að reyna á ykkar hjálp af sanngirni…





Í gær var það Kiwanisklúbburinn Höfði sem styrkti Hróa Hött Barnavinafélag um 500 þús og þökkum við hjá félaginu kærlega fyrir stuðninginn. Þessi peningastyrkur kemur á besta tíma því þetta ár hefur verið mikið um styrki hjá félaginu. Á myndinni eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Hróa hetti ásamt tveimur félögum frá…

Heil og sæl Við erum afskaplega glöð að geta styrkt fjölskyldur sem glíma við fjárhagslega erfiðleika því fátækt bitnar á börnunum. Börnin er framtíðin okkar og því erum við glöð að geta lagt okkar af mörkum þar sem aðstoðar er þörf. Bestu kveðjur, Sigrún Sigurðardóttir Skrifstofustjóri Rafiðnaðarsambands Íslands