Skip to main content
Sögur

Getur Hrói höttur greitt kostnaði mötuneytis?

By janúar 10, 2023No Comments

Heil og sæl

Sendi fyrirspurn í byrjun desember varðandi greiðslur á mötuneyti fyrir tvö systkini. Þetta eru sýrlensk systkini og foreldrar eru bæði ótalandi á íslensku og ekki komin með vinnu.

Þau hafa miklar áhyggjur af kostnaði við mötuneytið, þar sem börnin eru skráð í mötuneytið og hafa borðað í mötuneyti skólans frá því í að mötuneyti hófst hjá okkur í nóvember. Foreldrar sjá ekki fram á að geta greitt fyrir þau í mötuneytið. Óskin væri því að Hrói höttur greiddi kostnaðinn við mötuneyti frá því það hófst í byrjun nóvember og fram á vor.

Með góðri kveðju
Þórhildur Elfarsdóttir, skólastjóri