Skip to main content
Sögur

Hún brosti allan hringinn og ljómaði öll

By janúar 10, 2023No Comments

Ég er kennari í grunnskóla í Kópavogi, ég var að láta nemanda minn fá númer frá Skólamat því þið borguðuð áskriftina fyrir hana.

Hún brosti allan hringinn, ljómaði öll, hún var svo glöð að fá númer til að stimpla inn eins og hinir krakkarnir. Ég hef verið að sækja mat fyrir hana í hádeginu því hún var svo stressuð yfir að vera ekki í áskrift. Við skrifum númerið á úlnliðinn á þeim á meðan þau eru að læra það og hún hefur verið að laumast til að kíkja á númerið sitt í allann morgun.

Þúsund þakkir fyrir að hjálpa þessari ljúfu og góðu stelpu, takk! „

Kennari í ónefndum grunnsklóla í Kópavogi