Skip to main content
Sögur

Stúlkan þarf nauðsynlega að komast í frístundaheimilið

By janúar 10, 2023No Comments

Sæll kæri Hrói höttur,

Nú spyrjumst við fyrir um aðstoð vegna 9 ára gamallar  kínverskar stúlku sem er nemandi hér í skólanum okkar.

Hún kom til landsins í apríl  til móður og stjúpa.  Stuttu eftir komuna lést stjúpinn og nú býr móðir hennar með hana inni á systur sinni.

Hvað varðar réttindi þá er móðir ekki enn komin inn í kerfið hér með meðlag og þess háttar.

Stúlkan þarf nauðsynlega að komast í frístundaheimilið en það er ekki til peningur fyrir þeirri vist. Í fyrra var kostnaður um það bil 16.000 krónur á mánuði.

Getur Hrói höttur styrkt þetta?

Kveðja, Guðlaug deildarstjóri unglingadeildar