Skip to main content
Sögur

Hún býr við erfiðar heimilisaðstæður

By janúar 10, 2023No Comments

Sæll Hrói,

Ég er með stelpu í félagsmiðstöðinni hjá mér sem langar svo að fara á SamFestinginn ( Samfés hátíð ) sem er ball og söngkeppni allra félagsmiðstöðva á landinu, haldið í Laugardalshöll helgina 13.-14.mars. Það kostar 4500 kr per ungling ( því miður ekki tala sem við stjórnum ). Hún býr við erfiðar heimilisaðstæður og lítill peningur er til milli handanna.

Hvernig er það, styrkið þið fyrir slíku og þarf beiðnin að koma frá skólanum?

Kveðja, Dagbjört – Forstöðumaður Félagsmiðstöðvar