Skip to main content
Fréttir

1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

By mars 14, 2024No Comments

Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns

Sveinbjörn Sveinbjörnsson stjórnarmaður Hróa Hattar átti 60 ára stórafmæli 10 mars s.l. og mættu á annað hundrað manns í afmælið, sem haldið var í Golfskála GKG.

Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns en hann afþakkaði allar gjafir og óskaði eftir að gestir styrktu frekar Hróa Hött Barnavinafélag með beinu fjárframlagi.

Við óskum Sveinbirni kærlega til hamingju með daginn og þökkum í leiðinni öllum þeim sem styrktu félagið við þessi tímamót.