Á myndinni hér að ofan, talið frá vinstri: Þórarinn Gunnarsson, Yfirmeistari, Jón Trausti Snorrason, ritari Hróa Hattar og Ólafur Th. Ólafsson, Undirmeistari.
Oddfellowstúkan Skúli fógeti styrkir Hróa Hött um kr. 500.000
Oddfellowstúkan nr.12 Skúli fógeti samþykkti á fundi s.l. sunnudag að veita Hróa hetti barnavinafélagi 500.000 króna styrk og er styrkurinn hluti af jólastyrkjum stúkunnar fyrir þessi jól. Þetta er í annað skiptið sem Skúli fógeti styrkir HHB. Til gamans má geta að Oddfellowstúka Skúla fógeta var stofnuð árið 1969.
Hrói Höttur hefur á þessu ári 2023 greitt fjölmarga styrki til barna í grunnskólum landsins, að meðaltali um kr. 400.000 á mánuði
HHB þakkar stúku Skúla fógeta kærlega fyrir stuðninginn, sem er ómetanlegur.