Skip to main content
Sögur

Afar illa stendur á fjárhagslega heima fyrir

By janúar 10, 2023No Comments

Sæl Jón Trausti og ágætu stjórnarmeðlimir í Hróa hetti,

Í framhaldi af símtali okkar nú rétt áðan ber ég fram beiðni um aðstoð fyrir nemendur í 8. bekk. Í öllum tilfellunum sem ég er með í huga er um tvíbura að ræða. Í mars eru fermingar, skíðaferðalag (einn dagur) og árshátíð nemenda sem ber upp á sama tíma með tilheyrandi kostnaði fyrir viðkomandi fjölskyldur.

Í þessum tilfellum höfum við fengið upplýsingar frá foreldrum um að afar illa standi á fjárhagslega heima fyrir.

Sem skólastjóri sæki ég um 14.000 kr aðstoð frá Hróa hetti fyrir tvíburapar og annan tvíburann í  tveimur tilfellum.

Miði á árshátíð, (tvíréttaður matur, diskótek og kostnaður) kostar 3500 kr.

Með vinsemd.