Á myndinni, talið frá vinstri: Ólafur Th. Ólafsson, Undirmeistari, Þórarinn Gunnarsson, Yfirmeistari. Sigríður Jónsdóttir Formaður Hróa Hattar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson Gjaldkeri Hróa Hattar og Jón Trausti Snorrason, ritari Hróa Hattar.
Skúli fógeti gerir góðverk sem um munar
í dag, 19. desember 2022 mættu tveir herramenn frá Oddfellowstúku nr. 12, sem ber nafnið Skúli fógeti, á fund með Hróa Hetti Barnavinafélagi og styrkti félagið um kr. 500.000, sem kom sér sérstaklega vel fyrir Barnavinafélagið.
Hrói Höttur hefur á undanförnum vikum og mánuðum greitt fjölmarga styrki til barna í grunnskólum landsins.
Styrkurinn frá Skúla fógeta er hluti af jólastyrkjum stúkunnar fyrir þessi jól. Oddfellowstúka Skúla fógeta var stofnuð árið 1969 svo það hefur töluvert vatn runnið til sjávar þar á bæ.
Hrói Höttur þakkar stúku Skúla fógeta kærlega fyrir stuðninginn, sem er ómetanlegur.