
Þann 8. Mars síðastliðinn fékk félagið formlega afhendan styrk upp á heilar 6 Milljónir og kunnum við þeim er á bakvið styrkinn standa okkur allra bestu þakkir fyrir.
Þann 8. Mars síðastliðinn fékk félagið formlega afhendan styrk upp á heilar 6 Milljónir og kunnum við þeim er á bakvið styrkinn standa okkur allra bestu þakkir fyrir.
Kiwanisklúbburinn Höfði sem er bakhjarl Hróa Hattar, styrkti félagið í gær um 300 þús kr. Í þetta sinn afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði, Hróa Hetti, formlega styrk upp á kr. 300.000. Með þessum styrk, getum við áfram og saman, hjálpað börnum í grunnskólum landsins sem þurfa fjárhagslegan stuðning. Hrói Höttur þakkar Kiwanisklúbburinn…
Á myndinni tekur Sveinbjörn Sveinbjörnsson ( vinstri ) á móti styrknum sem Kiwanisklúbburinn Keilir afhenti Hróa Hetti. Þann 7. mars fékk Hrói Höttur styrk upp á kr. 300 þús frá Kiwanisklúbbnum Keilir Við hjá Hróa Hetti þökkum kærlega fyrir styrkinn sem mun svo sannarlega koma sér vel.
Í dag, 13. ágúst 2024, varð nýr Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir við beiðni Hróa Hattar um að vera áfram verndari félagsins en hún tekur við af Guðna, fráfarandi forseta. Halla þáði boðið og tekur fúslega að sér að vera verndari Hróa hattar eins og fyrirrennari hennar gerði. Við þökkum Guðna…
Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns Sveinbjörn Sveinbjörnsson stjórnarmaður Hróa Hattar átti 60 ára stórafmæli 10 mars s.l. og mættu á annað hundrað manns í afmælið, sem haldið var í Golfskála GKG. Rúmlega 1,2 milljónir söfnuðust í tilefni afmælis Sveinbjörns en hann afþakkaði allar gjafir og óskaði eftir…
Kt: 490311-0250
Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík
GSM: 821-3790 ( Jón Trausti )
Netfang: [email protected]
Bakhjarlar HHB eru ýmisir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar sem leggja þessu góða málefni lið.
Við teljum að best að þau börn sem þurfa á aðstoð okkar að halda fái hana "hljóðlega" þ.e. án þess að aðrir en foreldrar verði þess vör.
Takk kærlega fyrir að hjálpa okkur við að hjálpa börnunum okkar allra!
Þú getur lagt okkur lið með millifærslu á bankareikning HHB:
Banki: 0515-26-250000
Kt: 490311-0250
PÓSTUR 1 - "Hjá okkur er drengur í 9. bekk og vantar góða skó. Einstæð móðir hans hefur engin ráð til að kaupa fyrir hann skó. Getið þið hjálpað honum?
PÓSTUR 2 - "Drengurinn er nú kominn með góða kuldaskó og er mjög þakklátur, ég skila því hér með til ykkar. Kær kveðja, ónafngreindur Skólastjóri."