Stjórn HHB Heimsótti á dögunum 2 stóra grunnskóla í Reykjavík og var okkur vel tekið. Annar skólinn hefur verið að nýta sér aðstoð HHB síðustu 3 árin og hinn skólinn var að bætast við í hóp grunnskóla sem nýta sér HHB.
Það sem kom í ljós í heimsókn „nýja“ grunnskólanns, var að stjórnendur hans höfðu vitað af HHB í nokkur ár en ekki trúað því að ferlin væru svona einföld og skýr. Í ljósi þess viljum við undirstrika að við hjá HHB, viljum ekki fá upplýsingar um okkar skjólstæðinga ( börnin ) heldur eru það kennarar og skólastjórar sem sjá til þess að styrkir HHB fari hljóðlaust til þeirra sem á þurfa að halda.