Skip to main content

Öll vinna á vegum HHB er unnin af sjálfboðaliðum

 

100% af því sem safnast fer alltaf beint til barnanna

Tilgangur

Tilgangur félagsins er að veita íslenskum grunnskólabörnum stuðning og aðstoða þau sem líða skort

Markmið

Markmið HHB er að stuðla að því að grunnþarfir og nauðsynjar séu uppfylltar í grunnskólum

Trúnaður

Við viljum alls ekki vita hvaða börn hljóta aðstoð félagsins, bara hvernig við getum hjálpað þeim

Samstarf

Það er oft starfsfólk grunnskólana sem eru í bestri aðstöðu til að sjá hvaða börn þurfa á aðstoð Hróa Hattar að halda

Hjálpaðu okkur að hjálpa börnunum 🙂

2791

Styrkir frá upphafi

111

Grunnskólar í samstarfi

34062640

Greitt frá upphafi

Nýjustu fréttir

Fréttir
ágúst 21, 2024

Höfði Kiwanisklúbbur styrkir HHB um Kr. 300.000

Kiwanisklúbburinn Höfði hjálpar Hróa Hetti aftur með fjárstuðning Í dag afhenti Kiwanisklúbburinn Höfði, Hróa Hetti, enn einn styrkinn og í þetta sinn var hann kr. 300.000.  Með þessum styrk, getum við áfram og saman, hjálpað börnum í grunnskólum landsins sem þurfa fjárhagslegan stuðning. Hrói Höttur þakkar Kiwanisklúbb Höfða kærlega fyrir stuðninginn!
Fréttir
ágúst 13, 2024

Halla Tómasdóttir Forseti er verndari Hróa hattar

Í dag, 13. ágúst 2024, varð nýr Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir við beiðni Hróa Hattar um að vera áfram verndari félagsins en hún tekur við af Guðna, fráfarandi forseta. Halla þáði boðið og tekur fúslega að sér að vera verndari Hróa hattar eins og fyrirrennari hennar gerði. Við þökkum Guðna…
Fréttir
apríl 30, 2024

Ladies Circle Ísland styrkir HHB um 1,2 Milljónir

Í dag styrkti Ladies Circle Ísland HHB um 1,2 Milljónir Við hjá Hróa Hetti þökkum kærlega fyrir styrkinn sem mun svo sannarlega koma sér vel fyrir börnin "okkar allra". Ladies Circle Ísland eru góðgerðarsamtök þar sem vináttan er í forgrunni. Ladies Circle eru lokuð samtök þar sem konur fá oftast…
Allar fréttir

Hvað er HHB?

Hrói Höttur Barnavinafélag eru félagasamtök venjulegs fólks sem er umhugað um velferð grunnskólabarna. Félag var stofnað í janúar 2011 og hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega við bakið þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt og hafa ekki sömu lífsgæði og bekkjasystkyni þeirra.

Við erum EKKI

Við erum EKKI stórt félag. Við komum EKKI í staðin fyrir einhver önnur úrræði á vegum ríkis eða skóla. Við sækjumst ekki eftir upplýsingum um hvaða börn hljóta aðstoð félagsins. Starfsfólk félagsins fá EKKI greitt fyrir sitt vinnuframlag. Við sættum okkur EKKI við að börn á Íslandi séu afskipt, og njóti ekki sömu lífsgæða og aðbúnaðar og þeirra bekkjafélagar.

Hver er þörfin?

Sum skólabörn mæta aldrei með nesti í skólann, sum fá ekki afgreiðslu í skólamötuneytinu því reikningarnir hafa ekki greiddir. Sum börn eiga ekki úlpu, vettlinga, kuldaskó eða jafnvel skólabækur. Sum börn fá ekki að vera í heilsdagsskóla.

Getur þú hjálpað?

Ef þú vinnur í grunnskóla, þá getur þú gert góðverk með því að fylgjast með og láta okkur vita næst þegar þú sérð barn sem líður einhvern skort! Ef þú ert bara vel hugsandi Íslendingur, þá getur þú hjálpað okkur að með fjárframlögum.

Sögurnar

Við erum þakklát fyrir hjartahlýjar kveðjur og þakkir sem við fáum reglulega

Kynning ykkar í Rimaskóla á sama tíma fyrir ári risti djúpt í hugum okkar sem störfum í grunnskóla, þá í nálægð jólanna. Ekki flókin hugmynd, einlæg og sannfærandi. Skólinn fékk síðan fljóta og góða afgreiðslu þegar á reyndi enda treysti ég skólum til að reyna á ykkar hjálp af sanngirni

Skólastjóri Rimaskóla

Nemendur okkar hafa átt hauk í horni þar sem þið eruð. Um leið og við þökkum þann stuðning vonumst við til áframhaldandi góðu samstarfi. Með bestu kveðjum, Hreiðar Sigtryggsson

Skólastjóri Langholtsskóla

„Ég er kennari í grunnskóla í Kópavogi, ég var að láta nemanda minn fá númer frá Skólamat því þið borguðuð áskriftina fyrir hana.

Hún brosti allan hringinn, ljómaði öll, hún var svo glöð að fá númer til að stimpla inn eins og hinir krakkarnir. Ég hef verið að sækja mat fyrir hana í hádeginu því hún var svo stressuð yfir að vera ekki í áskrift. Við skrifum númerið á úlnliðinn á þeim á meðan þau eru að læra það og hún hefur verið að laumast til að kíkja á númerið sitt í allann morgun.

Þúsund þakkir fyrir að hjálpa þessari ljúfu og góðu stelpu, takk! „

Kennari í ónefndum grunnsklóla í Kópavogi
Viltu hjálpa okkur?

Ég vil hjálpa!

Viltu senda okkur tölvupóst?

Senda fyrirspurn!

Vinir Hróa

Þetta eru vinir Hróa Hattar og hjálpa félaginu með ýmsu móti - Takk fyrir hjálpina!